Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

„Ég meina, hann er að missa fyrir­tækið sitt“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birgir Guð­jóns­son er látinn

Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir í eina sæng

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar

Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Svara á­kalli for­eldra

Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. 

Innlent
Fréttamynd

Af hverju hræðist fólk kynja­fræði?

Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að allir flokkar hafi hlut­verk í borgar­stjórn

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Til hamingju hálf­vitar“

Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórn­völdum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Ís­lands“

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi vegna at­lögu að há­skólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“

Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Rafmennt í sam­starf og kaupir eignir þrota­búsins

Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Horft til ein­kunna og annarra þátta við inn­ritun í fram­halds­skóla

Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Rétta leiðin til endur­reisnar mennta­kerfisins?

Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“

Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt.

Innlent