Aukin skriðuhætta vegna úrkomunnar Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag og fylgir henni mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu. Á norðausturhorninu má búast við slyddu og snjókomu í dag. Veður 9. október 2022 07:32
Brjálað veður í kortunum Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Innlent 8. október 2022 21:47
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. Innlent 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. Innlent 8. október 2022 16:32
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Innlent 8. október 2022 12:09
Rauð viðvörun vegna stormviðris Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Veður 8. október 2022 11:54
Úrkoma á öllu landinu í dag Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í fyrramálið en í dag byrjar veðrið að versna örlítið. Veður 8. október 2022 10:10
Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Innlent 7. október 2022 22:14
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. Innlent 7. október 2022 15:53
Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Innlent 7. október 2022 15:03
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Innlent 7. október 2022 14:57
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Innlent 7. október 2022 12:55
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Innlent 7. október 2022 09:22
Norðvestan strekkingur austantil og bjart að mestu fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðvestan strekkingi austantil á landinu í dag, en að það lægi í öðrum landshlutum. Dálítil rigning eða slydda með köflum norðanlands, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Veður 7. október 2022 07:07
Gular viðvaranir á norðanverðu landinu Gular viðvaranir fara í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi á sunnudaginn þann 9. október. Búast má við snjókomu á norðanverðu landinu. Innlent 6. október 2022 12:07
Snjókoma á Siglufirði Er íbúar Siglufjarðar vöknuðu í morgun voru götur bæjarins orðnar hvítar og fjöll bæjarins orðin full af snjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að snjórinn sé kominn heldur snemma í ár. Innlent 6. október 2022 09:48
Lægðin grynnist smá saman Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu á landinu síðustu daga er enn fyrir norðaustan land, en grynnist nú smám saman. Veður 6. október 2022 08:13
Gular viðvörun vegna rigninga og snjór eða slydda á fjallvegum Gular veðurviðvaranir eru áfram í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag vegna mikilla rigninga og má búast með vexti í ám og læknum. Þar að auki eru auknar líkur eru á skriðuföllum og grjóthruni á svæðinu. Veður 5. október 2022 07:43
Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ. Innlent 4. október 2022 09:09
Hressileg rigning og gular viðvaranir Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni. Veðurstofan gerir þó ráð fyrir að vel dragi úr vætunni fyrir hádegi. Veður 4. október 2022 07:16
Gular viðvaranir í nótt og á morgun Gul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum tók gildi klukkan ellefu í kvöld og gildir til klukkan tíu í fyrramálið. Þá hafa gular viðvaranir verið gefnar út fyrir Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra sem taka gildi á morgun. Veður 3. október 2022 23:58
Suðlæg átt með skúrum og rigningu Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum. Veður 3. október 2022 07:10
Vætusamt á landinu öllu Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum. Veður 1. október 2022 08:52
„Veðurstofusumarið“ í kaldara lagi Meðalhiti „veðurstofusumarsins“ svokallaða var 9,2 stig og telst það í kaldara lagi miðað við undanfarin ár. Innlent 30. september 2022 11:28
Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. Erlent 30. september 2022 07:30
Áfram nokkur vindur og rigning með köflum víða Gera má ráð fyrir nokkrum vindi og rigningu með köflum víðast hvar á landinu fram eftir degi og hvassviðri norðvestantil. Innlent 30. september 2022 06:33
Illviðrið mögulega ákafara vegna hlýnunar jarðar Mögulegt er að öfgafullt illviðri sem gekk yfir landið um helgina hafi verið ákafara en ella vegna þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað, að mati veðurfræðings. Leifar af fellibyl sem hafði áhrif á lægðina voru óvenjuöflugar vegna sjávarhlýnunar sem er beintengd hlýnun loftslags. Innlent 29. september 2022 12:52
Hvassviðri á suðurströndinni næstu daga Gera má ráð fyrir að vindhraði nái allt að átján metrum á sekúndum með suðurströndinni eftir hádegi í dag og rigningu víða um land. Innlent 29. september 2022 06:52
Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Innlent 28. september 2022 20:01
Hæglætis veður í dag en lægð nálgast landið Veðurstofan spáir hæglætis veðri á landinu í dag – hægri suðlægri eða breytilegri átt og dálítilli vætu á víð og dreif. Þó verður lengst af þurrt á Norðurlandi. Veður 28. september 2022 06:39