„Ég er sáttur við það dagsverk“ Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, vonar að einhver taki að sér að reka tónlistargagnagrunninn þó hann hyggist sjálfur ekki lengur halda honum úti. Að óbreyttu ratar Glatkistan í glatkistuna eftir ár, en Helgi gengur sáttur frá borði. 30.6.2025 17:46
Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Arctic Smolt, sem er í eigu Arctic Fish, hefur fengið rekstrarleyfi fyrir seiðaeldi í Tálknafirði upp á 2,4 þúsund tonna hámarkslífsmassa. Áður hafði fyrirtækið haft leyfi fyrir þúsund tonn af hámarkslífmassa. 30.6.2025 14:43
Glatkistunni lokað Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. 30.6.2025 12:09
Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. 30.6.2025 10:55
Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Stór skjálfti mældist í Kötlu í morgun og jarðfræðingar fylgjast með því hvort breytingar hafi orðið á rafleiðni á jarðhitasvæðinu. 30.6.2025 10:08
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. 26.6.2025 22:04
Ingvar útskrifaður úr meðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi. 26.6.2025 20:09
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26.6.2025 19:57
Sérsveitin handtók vopnaðan mann í Sandgerði Sérsveitin var kölluð að húsi í Sandgerði upp úr hádegi þar sem maður með hníf var handtekinn sagður vera í ójafnvægi. Lögreglan yfirbugaði manninn og lagði hald á hnífinn. 26.6.2025 19:23
Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund. 26.6.2025 18:26