Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Guter­res segir samninginn það mikil­vægasta sem hann hafi gert hjá SÞ

Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins.

Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða

Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna.

Air­port Direct segir hegðun bílstjórans ó­á­sættan­lega

Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.

Mikið í húfi fyrir Macron í þing­kosningunum í dag

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni.

Uffe Ellemann-Jensen látinn

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést.

Skar mann á fæti með brotinni flösku

Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Allt að 22 stiga hiti í dag

Í dag er spáð suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Gert er ráð fyrir rigningu með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti tíu til 22 stig, en hlýjast fyrir austan.

Sjá meira