Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 11:00 Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á gatnamótunum sem Reykjavíkurborg telur að muni skila sér í betra flæði og meira öryggi. Hafi aðgerðirnar ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða. Reykjavíkurborg Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum. Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum.
Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira