Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir gott fá ferskt blóð í borgarstjórn. Vísir/Ragnar Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10