Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 29.11.2025 15:32
„Mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu“ Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna sem upp er komin á fjölmiðlamarkaði grafalvarlega. Nauðsynlegt sé að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla í þágu lýðræðis í landinu. 29.11.2025 13:00
„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. 29.11.2025 12:01
Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Prófessor við Háskóla Íslands sem hefur rannsakað fæðingarorlofskerfið segir það ekki sérstaklega frábrugðið fæðingarorlofskerfum hinna Norðurlandanna. Mun meiri munur sé á leikskólakerfinu. 28.11.2025 18:12
Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28.11.2025 12:01
Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Ungur maður, sem glímt hefur við fíkn og missti náinn vin sinn úr fíkn, segir samfélagið þurfa að vakna og bregðast við vandanum. Óásættanlegt sé að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. 27.11.2025 18:13
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27.11.2025 13:03
Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Formaður Öryrkjabandalagsins segir sláandi að ríflega helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málum fatlaðs fólks. Það komi hins vegar ekki á óvart. Rætt verður við hana um málið í kvöldfréttum. 23.11.2025 18:09
Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Fjórir íslenskir kórar í Kaupmannahöfn héldu í gær jólatónleika í Kristjánsborgarhallarkirkjunni sem Benedikta prinsessa sótti meðal annarra. 23.11.2025 17:46
Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. 23.11.2025 13:00