Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnu­deginum“

Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið.

Breskur sendi­herra rekinn vegna tengsla við Epstein

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans.

Hver var Charli­e Kirk?

MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag.

Upp­fyllti loksins lof­orð um ís­björn í Reykja­vík

Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd.

Boða hertar að­gerðir gegn afbrotaunglingum

Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára.

Herinn skakkar leikinn í Katmandú

Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér.

Sjá meira