Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. 1.7.2025 20:05
„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi verkalýðsfélaga og garðyrkjunnar „í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna. 26.6.2025 20:05
Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. 22.6.2025 20:03
Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. 17.6.2025 21:03
Einn af hverjum fjórum er erlendur ríkisborgari í atvinnulífinu Íslenskur vinnumarkaður er mjög Evrópuvæddur en á íslenskum vinnumarkaði er einn af hverjum fjórum erlendur ríkisborgari. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en um 80% af þessum einstaklingum koma frá Evrópska efnahagssvæðinu. 17.6.2025 14:06
Dvalarheimili klárt á Laugarvatni en ekkert gerist í stjórnkerfinu Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir. 15.6.2025 21:03
Hár orkukostnaður er áhyggjuefni hjá atvinnulífinu Orkukostnaður fyrirtækja, orkudreifing og fyrirséður orkuskortur er sérstakt áhyggjuefni fyrirtækja í landinu og mál, sem koma alltaf upp til umræðu á fundum starfsfólks Samtaka atvinnulífsins, sem eru nú á hringferð um landið 15.6.2025 13:05
Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. 14.6.2025 20:08
Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Um sextíu Husky hundar og eigendur þeirra hafa skráð sig í husky hundakeppni, sem fer fram í Eyjafirði í lok mánaðarins. Hjón, sem standa að keppninni og eiga heiðurinn af henni eru sjálf með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu. 14.6.2025 13:03
Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna. 12.6.2025 20:03