Heilbrigðismál

Fréttamynd

Alma, Víðir og Þórólfur nýi Dallas eldri borgara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara, hrósaði Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í hástert á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“

Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill

Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega þriðjungur smitaðra hefur náð bata

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.486 hér á landi. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 69 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 53 nýjum smitum.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður

Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru 3 veikir af Covid -19 og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun. Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök kórónuveirudeild á Hrafnistu tekin í notkun

Gripið hefur verið til fjölda aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilum Hrafnistu en á heimilunum dvelja hátt í átta hundruð manns. Í vikunni tók til starfa sérstök deild á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg en henni er ætlað að taka á móti íbúum á Hrafnistu sem greinast með veiruna.

Innlent
Fréttamynd

Hetjurnar í framlínunni

Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð.

Skoðun