Seðlabankinn Muni ekki hika við að hækka vexti Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:29 Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar. Skoðun 20.8.2025 10:48 „Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02 Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að vera bjartsýn en á sama tíma raunsæ um horfur á vinnumarkaði. Það sé gleðiefni að heyra fjármálaráðherra tala um meira aðhald í ríkisrekstri. Ríkið glími ekki við tekjuvanda en þurfi, eins og heimilin og fyrirtækin, að spá í útgjöldum sínum. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:11 Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Innherji 20.8.2025 09:07 Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:02 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Viðskipti innlent 20.8.2025 08:31 Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í dag, en um er að ræða fyrstu ákvörðun nefndarinnar eftir sumarfrí. Viðskipti innlent 20.8.2025 07:35 Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda? Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið. Innherjamolar 18.8.2025 10:13 Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“ Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin. Innherji 16.8.2025 12:53 Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Innlent 15.8.2025 11:50 Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum. Innherji 8.8.2025 08:53 Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44 Ný útlán til fyrirtækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árshelmingi Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán. Innherjamolar 27.7.2025 13:03 Verðtryggingarskekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxtatekjum á nýjan leik Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata. Innherjamolar 21.7.2025 15:41 Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi. Innherji 9.7.2025 10:34 Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4.7.2025 20:38 Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1.7.2025 14:46 Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53 Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“ Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna. Innherji 25.6.2025 15:30 Næstráðandi á fjármálstöðugleikasviði hættir hjá Seðlabankanum Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum. Innherji 24.6.2025 16:02 Þarf „töluvert og viðverandi aðhald“ til að minnka innlendan verðbólguþrýsting Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs. Innherji 23.6.2025 14:01 Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila nánast óbreyttar milli fjórðunga Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælingin veldur peningastefnunefnd, sem kemur næst saman seint í ágústmánuði, væntanlega nokkrum áhyggjum en eftir að verðbólguvæntingar höfðu áður farið smám saman lækkandi eru núna vísbendingar um að tekið sé að hægja á þeirri þróun. Innherji 22.6.2025 13:33 Umframfé Kviku eykst hlutfalllega langmest með nýju bankaregluverki Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar. Innherji 21.6.2025 13:29 Stólaleikur í Svörtuloftum Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla. Viðskipti innlent 13.6.2025 15:08 Kjarasamningar undirritaðir fyrir nær allt launafólk Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns. Viðskipti innlent 13.6.2025 10:40 Svara fyrir skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fundarefnið er skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 5.6.2025 08:34 Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Innlent 4.6.2025 21:00 „Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Viðskipti innlent 4.6.2025 13:16 Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 4.6.2025 08:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 53 ›
Muni ekki hika við að hækka vexti Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:29
Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar. Skoðun 20.8.2025 10:48
„Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02
Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að vera bjartsýn en á sama tíma raunsæ um horfur á vinnumarkaði. Það sé gleðiefni að heyra fjármálaráðherra tala um meira aðhald í ríkisrekstri. Ríkið glími ekki við tekjuvanda en þurfi, eins og heimilin og fyrirtækin, að spá í útgjöldum sínum. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:11
Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Innherji 20.8.2025 09:07
Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:02
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Viðskipti innlent 20.8.2025 08:31
Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í dag, en um er að ræða fyrstu ákvörðun nefndarinnar eftir sumarfrí. Viðskipti innlent 20.8.2025 07:35
Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda? Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið. Innherjamolar 18.8.2025 10:13
Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“ Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin. Innherji 16.8.2025 12:53
Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Innlent 15.8.2025 11:50
Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum. Innherji 8.8.2025 08:53
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44
Ný útlán til fyrirtækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árshelmingi Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán. Innherjamolar 27.7.2025 13:03
Verðtryggingarskekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxtatekjum á nýjan leik Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata. Innherjamolar 21.7.2025 15:41
Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi. Innherji 9.7.2025 10:34
Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4.7.2025 20:38
Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1.7.2025 14:46
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53
Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“ Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna. Innherji 25.6.2025 15:30
Næstráðandi á fjármálstöðugleikasviði hættir hjá Seðlabankanum Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum. Innherji 24.6.2025 16:02
Þarf „töluvert og viðverandi aðhald“ til að minnka innlendan verðbólguþrýsting Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs. Innherji 23.6.2025 14:01
Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila nánast óbreyttar milli fjórðunga Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælingin veldur peningastefnunefnd, sem kemur næst saman seint í ágústmánuði, væntanlega nokkrum áhyggjum en eftir að verðbólguvæntingar höfðu áður farið smám saman lækkandi eru núna vísbendingar um að tekið sé að hægja á þeirri þróun. Innherji 22.6.2025 13:33
Umframfé Kviku eykst hlutfalllega langmest með nýju bankaregluverki Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar. Innherji 21.6.2025 13:29
Stólaleikur í Svörtuloftum Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla. Viðskipti innlent 13.6.2025 15:08
Kjarasamningar undirritaðir fyrir nær allt launafólk Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns. Viðskipti innlent 13.6.2025 10:40
Svara fyrir skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fundarefnið er skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 5.6.2025 08:34
Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Innlent 4.6.2025 21:00
„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Viðskipti innlent 4.6.2025 13:16
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 4.6.2025 08:57