Kvöldfréttir

Fréttamynd

Versta sviðs­myndin, galið greiðslu­mat og ó­væntur fundur

Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

„Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu

Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða gjösamlega þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast, og að forsætisráðherra gangi á bak orða sinna um Evrópusambandsmál fyrir kosningar. Utanríkismálanefnd kom saman í dag í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Leik­rit ríkis­stjórnarinnar og hnífa­maður flúði í strætó

Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Fjallað verður um málið, og rætt við stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu. 

Innlent
Fréttamynd

Mál­sókn Grind­víkinga, heimóttarskapur og heim­koma í beinni

Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæli, sviknir strandveiðimenn og hættu­legar falsaðar töflur

Grindvíkingar lokuðu veginum að Bláa Lóninu í dag og mótmæltu lokun bæjarins. Við fylgjumst með mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í íbúum sem segja að gosið við Sundhnúksgíga ógni bænum ekki. Þá heyrum við einnig í lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem liggur undir mikilli gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Gos í beinni, ó­sáttir Grind­víkingar og í­búum drekkt í steypu

Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legt þing, geðrof eftir með­ferð og bongóblíða

Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi og vændi í Airbnb-íbúðum

Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið.

Innlent
Fréttamynd

Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann

Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri börn á bið­lista og út­rás í Kína

Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Lokametrar, bútasaumur og Starbucks

Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi.

Innlent