Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg staða“

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stað­festa að gjöf í formi bankakorts er skatt­skyld

Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau vilja stýra ÁTVR

Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi

Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til  aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fok­dýr dóms­mál tjónka ekki við ÁTVR

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Ís­landi

Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pizzur í stað smur­brauðs á nýrri Króníku

Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ræðan ein­kennist af rang­færslum um ofur­hagnað

Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyta Kaffi Kjós í í­búðar­hús

Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynst betur að kaupa fast­eign en hluta­bréf

Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg.

Viðskipti innlent