Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:25
Davíð Ernir til liðs við Athygli Davíð Ernir Kolbeins hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli þar sem hann mun leiða þróun gervigreindarlausna á sviði almannatengsla og samskipta. Viðskipti innlent 3.10.2025 10:01
Netvís tekur við af SAFT Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. Viðskipti innlent 3.10.2025 08:50
Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent 3.10.2025 06:02
Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. Viðskipti innlent 2.10.2025 12:31
„Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Framkvæmdastjóri Birtu Lífeyrissjóðs telur enga ástæðu til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við flutning flugfélagsins Play til Möltu. Þá hafi fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu verið stýrt þar sem vitað var að hún væri áhættusöm. Viðskipti innlent 2.10.2025 12:09
208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.10.2025 11:31
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ. Viðskipti innlent 2.10.2025 11:28
KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin KLAK health er viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum sprotafyrirtækja í heilsutækni. Viðskiptahraðallinn hefst 27. október og stendur yfir í fimm vikur. Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 5. október. Samstarf 2.10.2025 10:32
Eiríkur Orri til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi. Viðskipti innlent 2.10.2025 09:53
Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Samkaup hefur keypt 38 prósenta hlut í Kjötkompaní. Viðskipti innlent 2.10.2025 08:05
Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Við sjáum það oft í hillingum að yfirfæra íþróttafræðin og keppnisandann yfir á vinnustaðina. Enda er gaman að leita í reynslubrunn Daða Rafnssonar, íþróttasálfræðiráðgjafa og afreksþjálfara, fagstjóra Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnema við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Atvinnulíf 2.10.2025 07:03
Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Viðskipti innlent 1.10.2025 23:43
„Það verður andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Viðskipti innlent 1.10.2025 21:02
Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Kaupfélag Skagfirðinga keypti í dag rúmlega 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International í dag fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði í kjölfar viðskiptana og endaði daginn fjórum prósentum hærra en við opnun markaða í morgun. Viðskipti innlent 1.10.2025 17:05
Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög. Viðskipti erlent 1.10.2025 16:04
Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin. Viðskipti innlent 1.10.2025 14:50
Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Til stendur að opna Burger King-veitingastað á Grænlandi í lok mánaðar. Veitingastaðurinn verður fyrsti Burger King-staðurinn þar í landi en hann verður að finna í Sisimiut. Viðskipti erlent 1.10.2025 13:32
„Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot. Viðskipti innlent 1.10.2025 12:40
Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin. Viðskipti innlent 1.10.2025 12:11
Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sextánda árið í röð birtir Creditinfo lista yfir þau fyrirtæki í íslensku atvinnulífi sem skara fram úr í rekstri. Til þess að hampa þeim titli þurfa fyrirtækin að standast ströng skilyrði. Creditinfo og Sýn hafa tekið höndum saman um kynningu á verkefninu til þriggja ára. Framúrskarandi fyrirtæki 1.10.2025 12:01
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Viðskipti innlent 1.10.2025 11:48
Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Halldór Guðfinnsson, flugrekstrarstjóri Play og maltneska dótturfélagsins, fékk uppsagnarbréf hvað íslenska félagið varðar afhent fimmtán mínútum eftir starfsmannafund maltneska félagsins og sagði í kjölfarið upp störfum á Möltu. Á fundinum sagði hann að hann væri einn tveggja starfsmanna félagsins á Íslandi sem héldi vinnunni og hann væri viss um að starfsemin á Möltu væri fjármögnuð. Viðskipti innlent 1.10.2025 11:20
Isavia gefur strandaglópum engin grið Strandaglópar sem komast ekki til landsins vegna falls Play og eru með bíla sína á bílastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll þurfa að greiða fyrir viðbótardaga í stæðunum. Viðskipti innlent 1.10.2025 10:41
Ásgeir og Darri til Landslaga Þeir Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson hafa varið ráðnir til lögmannsstofunnar Landslaga. Þar bætast þeir í hóp átján lögmanna og lögfræðinga sem starfa þar. Viðskipti innlent 1.10.2025 10:11