Fótbolti

Sæ­var hetjan í endurkomusigri Brann

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu sterkan 3-2 sigur er liðið tók á móti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sævar Atli Magnússon reyndist hetja heimamanna.

Fótbolti

Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýska­lands

Ísak Bergmann Jóhannesson virtist ætla að reynast hetja Kölnar í dag, í efstu deild Þýskalands í fótbolta, með jöfnunarmarki gegn Wolfsburg í uppbótartíma. Hann jafnaði metin í 2-2 en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Fótbolti

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn

Zubimendi með tvö í frá­bærum sigri

Arsenal vann frábæran 3-0 sigur gegn Nottingham Forest í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Spánverjinn Martin Zubimendi skoraði tvö markanna með afar laglegum hætti.

Enski boltinn

Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því

Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax.

Fótbolti

„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United.

Enski boltinn