Sport

Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð

Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti

Læri­sveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guð­mundar

TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar, vann 35-32 gegn Bjerringbro-Silkeborg í þriðju umferð riðlakeppninnar sem veitir sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Sigurinn skaut TTH Holstebro upp í annað sætið, upp fyrir Fredericia, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar.

Handbolti

Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni

Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmark Stockport í 1-3 sigri gegn Wycombe í lokaumferð League One deildarinnar á Englandi. Með sigrinum tryggði Stockport sér þriðja sæti deildarinnar, framundan er umspil um sæti í Championship deildinni. 

Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ

Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hefur verið ráðinn til Handknattleikssambands Íslands sem sérlegur ráðgjafi þess. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi við Hlíðarenda í dag.

Handbolti

Houston knúði fram odda­leik

Úrslit einvígis Houston Rockets og Golden State Warriors í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta ráðast í oddaleik. Það var ljóst eftir sigur Houston í sjötta leik liðanna í nótt, 107-115.

Körfubolti