Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn. Körfubolti 30.4.2025 07:35 Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. Íslenski boltinn 30.4.2025 07:01 Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Stórleikur Barcelona og Inter á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag þó við bjóðum einnig upp á eðal hafnabolta. Sport 30.4.2025 06:00 Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum. Sport 29.4.2025 23:02 Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð. Íslenski boltinn 29.4.2025 22:16 Valur í kjörstöðu gegn ÍR Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR. Handbolti 29.4.2025 21:53 „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 29.4.2025 21:44 Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 29.4.2025 21:25 „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:34 Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:31 Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru úr leik í Evrópudeild karla í handbolta eftir tap gegn Montpellier. Á sama tíma flaug Elvar Örn Jónsson inn í undanúrslitin með Melsungen. Handbolti 29.4.2025 20:23 Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0. Handbolti 29.4.2025 20:20 „Ég er smá í móðu“ Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum. Handbolti 29.4.2025 20:11 Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:00 Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn. Körfubolti 29.4.2025 19:19 Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:59 Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld. Körfubolti 29.4.2025 18:31 Mark snemma leiks gerði gæfumuninn París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum. Fótbolti 29.4.2025 18:31 Henríetta lánuð til Þór/KA Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:01 Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH. Íslenski boltinn 29.4.2025 16:33 Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins. Körfubolti 29.4.2025 15:45 Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. Íslenski boltinn 29.4.2025 15:01 NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum. Körfubolti 29.4.2025 15:01 Haraldur tekur við Fram af Rakel Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur. Handbolti 29.4.2025 14:10 Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:52 „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn.“ Þetta segir körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson í kjölfar skýrslu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um hans störf. Körfubolti 29.4.2025 13:20 Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:18 „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Körfubolti 29.4.2025 13:01 Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala. Körfubolti 29.4.2025 12:31 Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 29.4.2025 12:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn. Körfubolti 30.4.2025 07:35
Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. Íslenski boltinn 30.4.2025 07:01
Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Stórleikur Barcelona og Inter á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag þó við bjóðum einnig upp á eðal hafnabolta. Sport 30.4.2025 06:00
Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum. Sport 29.4.2025 23:02
Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð. Íslenski boltinn 29.4.2025 22:16
Valur í kjörstöðu gegn ÍR Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR. Handbolti 29.4.2025 21:53
„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 29.4.2025 21:44
Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 29.4.2025 21:25
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:31
Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru úr leik í Evrópudeild karla í handbolta eftir tap gegn Montpellier. Á sama tíma flaug Elvar Örn Jónsson inn í undanúrslitin með Melsungen. Handbolti 29.4.2025 20:23
Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0. Handbolti 29.4.2025 20:20
„Ég er smá í móðu“ Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum. Handbolti 29.4.2025 20:11
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:00
Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn. Körfubolti 29.4.2025 19:19
Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:59
Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld. Körfubolti 29.4.2025 18:31
Mark snemma leiks gerði gæfumuninn París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum. Fótbolti 29.4.2025 18:31
Henríetta lánuð til Þór/KA Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:01
Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH. Íslenski boltinn 29.4.2025 16:33
Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins. Körfubolti 29.4.2025 15:45
Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. Íslenski boltinn 29.4.2025 15:01
NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum. Körfubolti 29.4.2025 15:01
Haraldur tekur við Fram af Rakel Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur. Handbolti 29.4.2025 14:10
Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:52
„Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn.“ Þetta segir körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson í kjölfar skýrslu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um hans störf. Körfubolti 29.4.2025 13:20
Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:18
„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Körfubolti 29.4.2025 13:01
Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala. Körfubolti 29.4.2025 12:31
Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 29.4.2025 12:00
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti