KB banki á sænska úrvalslistann 17. júní 2004 00:01 KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira