KB banki leiðir sænsku kauphöllina 26. júlí 2004 00:01 KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira