Orðnar meiri en landsframleiðslan 4. ágúst 2004 00:01 Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira