Starfsfólk undir miklu álagi 14. ágúst 2004 00:01 "Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
"Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira