Bætir mjög stöðu hluthafa 31. ágúst 2004 00:01 Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira