Gagnrýnin byggð á misskilningi 1. september 2004 00:01 Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira