Verð á kjúklingi hækkar 2. september 2004 00:01 Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira