Arðbær fjárfesting 5. september 2004 00:01 Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira