Lykilatriði að leita ráðgjafar 6. september 2004 00:01 "Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
"Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira