SH veltir SÍF úr sessi 7. október 2004 00:01 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira