Hlutabréf í DeCode tóku stökk 19. október 2004 00:01 Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent