Svipað og í nágrannalöndunum 17. nóvember 2004 00:01 Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. Tryggvi vann skýrslu um stjórnun lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Þar ber hann stjórnkerfið í íslensku lífeyrissjóðunum saman við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að í stærstum dráttum eru reglur og starfsvenjur sambærilegar við það sem gerist í samanburðarlöndunum. "Það eru ekki meiri eða minni kröfur gerðar til stjórnarmanna hér en annars staðar og þar sem eru starfsgreinalífeyrissjóðir eins og er hér á Íslandi þá er það yfirleitt þannig að samtök atvinnurekenda og launþega skipta með sér stjórninni," segir Tryggvi. Í skýrslu sinni bendir Tryggvi á þann vanda sem skapast getur í stjórnun lífeyrissjóða starfsgreina þegar bæði stjórnendur og starfsmenn vilja að lífeyrissjóður fjárfesti í fyrirtækjum innan greinarinnar sem eiga í rekstrarerfiðleikum. Þetta þykir bæði stjórnendum og starfsmönnum tryggja hagsmuni sína til skamms tíma en með slíkum ákvörðunum er gjarnan horfið af þeirri braut að tryggja sem besta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Tryggvi segir að lífeyrissjóðir komist ekki upp með slíkar ákvarðanir nú til dags á Íslandi. "Menn komast ekki upp með þetta. Fjármáleftirlitið hefur mjög gott og virkt eftirlit með þessu," segir hann. Í Hollandi hefur löggjafinn gert kröfu um að í stjórnum lífeyrissjóða sé til staðar lágmarksþekking á ýmsum sviðum sem snerta ákvarðanatöku. Hér á landi eru engar slíkar reglur í gildi en Tryggvi telur rök fyrir því að herða megi kröfur til þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Mér finnst að með flóknara fjármálaumhverfi þá sé æskilegt að við gerum einhverjar frekari kröfur um að stjórnir lífeyrissjóða hafi samanlagða þekkingu sem nær yfir þetta. Þar er ég að tala um lagalega þekkingu, fjármálaþekkingu og fleira í þeim dúr. Það þurfa ekki allir stjórnarmenn að hafa slíka þekkingu en hún þarf að vera til staðar," segir Tryggvi. Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. Tryggvi vann skýrslu um stjórnun lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Þar ber hann stjórnkerfið í íslensku lífeyrissjóðunum saman við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Niðurstaðan er sú að í stærstum dráttum eru reglur og starfsvenjur sambærilegar við það sem gerist í samanburðarlöndunum. "Það eru ekki meiri eða minni kröfur gerðar til stjórnarmanna hér en annars staðar og þar sem eru starfsgreinalífeyrissjóðir eins og er hér á Íslandi þá er það yfirleitt þannig að samtök atvinnurekenda og launþega skipta með sér stjórninni," segir Tryggvi. Í skýrslu sinni bendir Tryggvi á þann vanda sem skapast getur í stjórnun lífeyrissjóða starfsgreina þegar bæði stjórnendur og starfsmenn vilja að lífeyrissjóður fjárfesti í fyrirtækjum innan greinarinnar sem eiga í rekstrarerfiðleikum. Þetta þykir bæði stjórnendum og starfsmönnum tryggja hagsmuni sína til skamms tíma en með slíkum ákvörðunum er gjarnan horfið af þeirri braut að tryggja sem besta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Tryggvi segir að lífeyrissjóðir komist ekki upp með slíkar ákvarðanir nú til dags á Íslandi. "Menn komast ekki upp með þetta. Fjármáleftirlitið hefur mjög gott og virkt eftirlit með þessu," segir hann. Í Hollandi hefur löggjafinn gert kröfu um að í stjórnum lífeyrissjóða sé til staðar lágmarksþekking á ýmsum sviðum sem snerta ákvarðanatöku. Hér á landi eru engar slíkar reglur í gildi en Tryggvi telur rök fyrir því að herða megi kröfur til þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Mér finnst að með flóknara fjármálaumhverfi þá sé æskilegt að við gerum einhverjar frekari kröfur um að stjórnir lífeyrissjóða hafi samanlagða þekkingu sem nær yfir þetta. Þar er ég að tala um lagalega þekkingu, fjármálaþekkingu og fleira í þeim dúr. Það þurfa ekki allir stjórnarmenn að hafa slíka þekkingu en hún þarf að vera til staðar," segir Tryggvi.
Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira