Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank 30. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember. Viðskipti Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember.
Viðskipti Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira