Bankarnir höfðu samráð 30. nóvember 2004 00:01 Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira