Úrslit úr Meistaradeildinni 7. desember 2004 00:01 Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira