Skuldirnar lifa 8. desember 2004 00:01 Gjaldþrota menn og aðrir skuldarar geta ekki lengur treyst því að skuldir þeirra fyrnist eftir ákveðinn tíma. Fyrning skulda verður sífellt fátíðari því að í dag er unnið markvisst að því að halda við skuldum einstaklinga og fyrirtækja í gegnum kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækjum og rjúfa fyrninguna. Þetta kerfi hefur orðið til þess að reglulega er reynt að innheimta skuldir og fylgst er með því hvort skuldararnir eru borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Intrum á Íslandi, telur þetta ekki merki um aukna hörku í kerfinu. Hann kallar þetta merki um aukið siðferði. "Sú breyting er að eiga sér stað í kerfinu í dag að skuldari getur ekki treyst því að kröfurnar á hann týnist þó að hann borgi ekki eins og var kannski hér áður fyrr. Í bankakerfinu var það t.d. þannig að krafan var afskrifuð og fyrntist á ákveðnum tíma og þá gátu menn bara treyst því að það var þannig. En það er ekki lengur þannig. Skuldunum er viðhaldið. Í dag er unnið markvisst að því að færa skuldarann inn á skrá hjá Lánstrausti og þar geta menn verið í fjögur ár á vanskilunum og svo er hægt að halda kröfunum lifandi eftir það," segir Sigurður. Þessi breyting mun hafa verið að eiga sér stað frá 1995 og hefur tækniþróunin átt sinn þátt í að ýta undir hana. "Þetta er eðlilega bara sú uppstokkun sem hefur verið að eiga sér stað í viðskiptalífinu, t.d. með einkavæðingu bankanna og aukinni samkeppni. Hún hefur haft áhrif á það að menn hafa meiri áhuga á að vinna markvisst að því að nýta þessa hluti. Menn þurfa að fara betur með peningana sína, þetta snýst bara um það." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gjaldþrota menn og aðrir skuldarar geta ekki lengur treyst því að skuldir þeirra fyrnist eftir ákveðinn tíma. Fyrning skulda verður sífellt fátíðari því að í dag er unnið markvisst að því að halda við skuldum einstaklinga og fyrirtækja í gegnum kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækjum og rjúfa fyrninguna. Þetta kerfi hefur orðið til þess að reglulega er reynt að innheimta skuldir og fylgst er með því hvort skuldararnir eru borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Intrum á Íslandi, telur þetta ekki merki um aukna hörku í kerfinu. Hann kallar þetta merki um aukið siðferði. "Sú breyting er að eiga sér stað í kerfinu í dag að skuldari getur ekki treyst því að kröfurnar á hann týnist þó að hann borgi ekki eins og var kannski hér áður fyrr. Í bankakerfinu var það t.d. þannig að krafan var afskrifuð og fyrntist á ákveðnum tíma og þá gátu menn bara treyst því að það var þannig. En það er ekki lengur þannig. Skuldunum er viðhaldið. Í dag er unnið markvisst að því að færa skuldarann inn á skrá hjá Lánstrausti og þar geta menn verið í fjögur ár á vanskilunum og svo er hægt að halda kröfunum lifandi eftir það," segir Sigurður. Þessi breyting mun hafa verið að eiga sér stað frá 1995 og hefur tækniþróunin átt sinn þátt í að ýta undir hana. "Þetta er eðlilega bara sú uppstokkun sem hefur verið að eiga sér stað í viðskiptalífinu, t.d. með einkavæðingu bankanna og aukinni samkeppni. Hún hefur haft áhrif á það að menn hafa meiri áhuga á að vinna markvisst að því að nýta þessa hluti. Menn þurfa að fara betur með peningana sína, þetta snýst bara um það."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira