Stóraukinn útflutningur lambakjöts 10. desember 2004 00:01 Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira