Bílar keyptir á uppboði á ebay 14. desember 2004 00:01 Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira