Júlíus Hafstein 35. sendiherrann 15. desember 2004 00:01 Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira