Orkuveitan vill víðtækari leyfi 19. desember 2004 00:01 Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira