Farsælla að bjóða fram sér 22. desember 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira