Breytir engu um vald ráðherra 20. janúar 2005 00:01 "Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
"Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira