Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun 25. janúar 2005 00:01 Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann. Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann.
Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira