Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi 28. janúar 2005 00:01 Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“ Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira