Gagnrýnir ný tollalög 6. febrúar 2005 00:01 Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju frumvarpi um tollalög í þinginu á morgun. Flokksbróðir hans, Pétur Blöndal, segir frumvarpið um margt ágætt en það beri þó þann skugga á að verið sé að smygla inn smásmugulegum refsiákvæðum. Hann ásamt nokkrum þingmönnum hafi haft áhyggjur af því hversu lagt sé gengið að refsa venjulegu starfsfólki sem vinni sín störf, þó sérstaklega vegna vítaverðs gáleysis. Það sé fráleitt að maður sem geri mistök og taki t.d. ranga vöru úr hillu get átt það á hættu að lenda í fangelsi. Aðspurður hvort hann telji að flokksbróðir hans, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sé svo refsiglaður segir Pétur að svo sé ekki heldur sé þetta afstaða þeirra sem samið hafi frumvarpið. Það hafi embættismenn gert sem sjái jafnvel um að framfylgja lögunum. Þeir fáist oft við þá sem fara í kringum lögin og brjóti þau, eðli málsins samkvæmt, og vilji þess vegna hafa góð lög í höndunum til að berja á þeim. Pétur segir ankannalegt þegar kerfið gangi út frá því að allir séu glæpamenn. Menn eigi ekki að brjóta lög en það megi aldrei verða reglan að refsa fyrir gáleysi. Samkvæmt lögunum megi refsa tollmiðlurum ef þeir lesi rangt af tollnúmeri eða fari línuvillt í einhverjum skrám. Þetta geti valdið því að vara fari inn í landið án þess að af henni séu greiddir tollar. Pétur segir enn fremur að menn þurfi alltaf reikna með að fólk geri mistök í lífinu og hafa þurfi sveigjanleika í kerfinu fyrir slík mistök. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju frumvarpi um tollalög í þinginu á morgun. Flokksbróðir hans, Pétur Blöndal, segir frumvarpið um margt ágætt en það beri þó þann skugga á að verið sé að smygla inn smásmugulegum refsiákvæðum. Hann ásamt nokkrum þingmönnum hafi haft áhyggjur af því hversu lagt sé gengið að refsa venjulegu starfsfólki sem vinni sín störf, þó sérstaklega vegna vítaverðs gáleysis. Það sé fráleitt að maður sem geri mistök og taki t.d. ranga vöru úr hillu get átt það á hættu að lenda í fangelsi. Aðspurður hvort hann telji að flokksbróðir hans, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sé svo refsiglaður segir Pétur að svo sé ekki heldur sé þetta afstaða þeirra sem samið hafi frumvarpið. Það hafi embættismenn gert sem sjái jafnvel um að framfylgja lögunum. Þeir fáist oft við þá sem fara í kringum lögin og brjóti þau, eðli málsins samkvæmt, og vilji þess vegna hafa góð lög í höndunum til að berja á þeim. Pétur segir ankannalegt þegar kerfið gangi út frá því að allir séu glæpamenn. Menn eigi ekki að brjóta lög en það megi aldrei verða reglan að refsa fyrir gáleysi. Samkvæmt lögunum megi refsa tollmiðlurum ef þeir lesi rangt af tollnúmeri eða fari línuvillt í einhverjum skrám. Þetta geti valdið því að vara fari inn í landið án þess að af henni séu greiddir tollar. Pétur segir enn fremur að menn þurfi alltaf reikna með að fólk geri mistök í lífinu og hafa þurfi sveigjanleika í kerfinu fyrir slík mistök.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira