Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira