250 milljónir bíða eigenda 14. febrúar 2005 00:01 Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira