Víkingar í jakkafötum 27. febrúar 2005 00:01 Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira