Ekki beðinn að víkja úr stjórnum 9. mars 2005 00:01 Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira