Milljarðar svart hjá veitingahúsum 15. mars 2005 00:01 Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist.
Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira