Kaup Íslandsbanka samþykkt 16. mars 2005 00:01 Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira