Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík 17. mars 2005 00:01 Navamedic ehf., dótturfélag Navamedic ASA í Noregi, hyggst í sumar hefja framkvæmdir við fyrri áfanga verksmiðjuhúss á Húsavík þar sem unnið verður hráefni til lyfjagerðar. Undirbúningur hefur staðið í rúm þrjú ár en kostnaður við fyrri áfanga verksmiðjunnar er nálægt 200 milljónum kóna. Fjármögnun er á lokastigi og segir Öyvind S. Brekke, framkvæmdastjóri Navamedic í Noregi, að innan við 10 prósent vanti til að ljúka fjármögnun fyrri áfangans. Í verksmiðjunni, sem rísa mun sunnan við rækjuvinnslu Íshafs, verður í fyrstu unnið kítín úr rækjuskel. Kítínið verður flutt til Noregs þar sem því verður umbreytt í glúkósamín, komið í töfluform og markaðssett sem lyf. Í síðari áfanganum er ætlunin að koma á fót glúkósamínverksmiðju og á hún að verða tilbúin 2008. Á sama tíma verður hætt að flytja kítínið til Noregs en glúkósamínið verður virkt lyfjaefni í duftformi. Duftið verður flutt til Noregs þar sem því verður komið í töfluform en ekki þykir hagkvæmt að fjárfesta í búnaði til töfluvinnslu á Húsavík fyrir aðeins eina afurð. Glúkósamín virkar á bandvefi líkamans og er til dæmis talið geta unnið gegn slitgigt. Navamedic í Noregi hefur selt glúkósamín sem heilsubótarefni og hefur efnið m.a. verið selt sem slíkt í verslunum á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að lyfjaþróun með það að markmiði að verða fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að koma efninu í lyfjaverslanir. Gangi það eftir mun verðmæti framleiðslunnar stóraukast en Navamedic hefur sótt um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er svara að vænta fljótlega. Á Húsavík eru kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi til framleiðslu glúkósamíns en framleiðsluferlið kallar á mikið af hreinu köldu vatni og 130 gráðu heita gufu. Hvort tveggja er að finna á Húsavík á samkeppnishæfu verði. Á bilinu 18 til 20 manns munu starfa í lyfjaverksmiðjunni eftir að þar hefst framleiðsla á glúkósamíni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Navamedic ehf., dótturfélag Navamedic ASA í Noregi, hyggst í sumar hefja framkvæmdir við fyrri áfanga verksmiðjuhúss á Húsavík þar sem unnið verður hráefni til lyfjagerðar. Undirbúningur hefur staðið í rúm þrjú ár en kostnaður við fyrri áfanga verksmiðjunnar er nálægt 200 milljónum kóna. Fjármögnun er á lokastigi og segir Öyvind S. Brekke, framkvæmdastjóri Navamedic í Noregi, að innan við 10 prósent vanti til að ljúka fjármögnun fyrri áfangans. Í verksmiðjunni, sem rísa mun sunnan við rækjuvinnslu Íshafs, verður í fyrstu unnið kítín úr rækjuskel. Kítínið verður flutt til Noregs þar sem því verður umbreytt í glúkósamín, komið í töfluform og markaðssett sem lyf. Í síðari áfanganum er ætlunin að koma á fót glúkósamínverksmiðju og á hún að verða tilbúin 2008. Á sama tíma verður hætt að flytja kítínið til Noregs en glúkósamínið verður virkt lyfjaefni í duftformi. Duftið verður flutt til Noregs þar sem því verður komið í töfluform en ekki þykir hagkvæmt að fjárfesta í búnaði til töfluvinnslu á Húsavík fyrir aðeins eina afurð. Glúkósamín virkar á bandvefi líkamans og er til dæmis talið geta unnið gegn slitgigt. Navamedic í Noregi hefur selt glúkósamín sem heilsubótarefni og hefur efnið m.a. verið selt sem slíkt í verslunum á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að lyfjaþróun með það að markmiði að verða fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að koma efninu í lyfjaverslanir. Gangi það eftir mun verðmæti framleiðslunnar stóraukast en Navamedic hefur sótt um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er svara að vænta fljótlega. Á Húsavík eru kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi til framleiðslu glúkósamíns en framleiðsluferlið kallar á mikið af hreinu köldu vatni og 130 gráðu heita gufu. Hvort tveggja er að finna á Húsavík á samkeppnishæfu verði. Á bilinu 18 til 20 manns munu starfa í lyfjaverksmiðjunni eftir að þar hefst framleiðsla á glúkósamíni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira