Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra 22. mars 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað að óska eftir við fyrrverandi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðsins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning framkvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðsstjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok framkvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningarsamningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað. Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að stjórnin muni að sjálfsögðu veita Fjármálaeftirlitinu allar tiltækar upplýsingar um samninga og starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur segir að stjórnin telji ekki viðeigandi að hún tjái sig frekar um á málið á meðan um það er fjallað í samskiptum Fjármálaeftirlits og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Í ályktun stjórnar Félags járniðnaðarmanna eru starfslok framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins harkalega gagnrýnd. Stjórn Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir harðlega að árið 2000 var gerður sérstakur viðauki við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Sérstaklega er gagnrýnt, ef rétt er, að viðaukinn sem gerður var af þáverandi formanni og varaformanni sjóðsins hafi ekki verið lagður fyrir stjórn sjóðsins eða endurskoðanda. Síðar segir orðrétt, "Félagsstjórnin telur brýnt að núverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins kanni ítarlega hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einnig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga o.fl. sem stjórn sjóðsins ber ábyrgð á og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðlilegt að óskað verði eftir mati Fjármálaeftirlitsins á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum staðið."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira